Hættir að tala fyrir Apú í Simpson-fjölskyldunni Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 11:20 Stytta af persónu Apú úr Simpson-fjölskyldunni. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning