Mikil söluaukning í "Sönnum gjöfum“ UNICEF Heimsljós kynnir 17. janúar 2020 11:15 Ein vatnshreinsitafla getur breytt fimm lítrum af sýktu vatni í drykkjarhæft vatn. Ljósmynd: UNICEF „Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann hlýhug sem Íslendingar hafa sýnt okkur og þeim börnum í neyð sem njóta góðs af Sönnum gjöfum. Sala Sannra gjafa hefur aukist mjög mikið á milli ára og við finnum fyrir miklum meðbyr með þessum gjöfum. Þetta eru gjafir sem gera fólki ekki eingöngu kleift að láta gott af sér leiða heldur eru líka góðar við umhverfið og skapa ekki óþarfa sóun eða mengun. Allt í takt við aukna umhverfisverndarvitund fólks. Það var því ótrúlega gleðilegt hvað salan gekk vel fyrir jólin og magnað að litla Ísland geti lagt svo mikið að mörkum fyrir börn í neyð,“ segir Esther Hallsdóttir, verkefnisstýra Sannra gjafa hjá UNICEF. Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta ári en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir af slíkum töflum út þangað sem þörfin og neyðin er mest. Fyrir þann fjölda vatnshreinsitafla má hreinsa rúmlega 30 milljónir lítra af vatni sem jafngildir vatnsmagninu sem þarf til að fylla Laugardalslaug rúmlega ellefu sinnum. Í gegnum sannar gjafir voru keyptir 105 þúsund skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænusótt og stífkrampa og 146 þúsund skammtar af jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Að mati UNICEF tryggðu Íslendingar 2.324 vannærðum börnum fullan bata með kaupum á jarðhnetumauki, miðað við að hvert barn þurfi þrjá poka af jarðhnetumauki. UNICEF segir í frétt að þetta sé aðeins brot af þeim neyðargögnum sem Íslendingar keyptu í gegnum Sannar gjafir á síðasta ári. Ótalin séu tæplega þrjú þúsund hlý teppi og rúmlega 1.600 sett af hlýjum vetrarfatnaði fyrir börn. „Ljóst er að sífellt fleiri horfa til þessara umhverfisvænu og umhyggjusömu tækifærisgjafa enda jókst salan um 20 prósent milli ára,“ segir í frétt UNICEF.Vefur Sannra gjafa Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann hlýhug sem Íslendingar hafa sýnt okkur og þeim börnum í neyð sem njóta góðs af Sönnum gjöfum. Sala Sannra gjafa hefur aukist mjög mikið á milli ára og við finnum fyrir miklum meðbyr með þessum gjöfum. Þetta eru gjafir sem gera fólki ekki eingöngu kleift að láta gott af sér leiða heldur eru líka góðar við umhverfið og skapa ekki óþarfa sóun eða mengun. Allt í takt við aukna umhverfisverndarvitund fólks. Það var því ótrúlega gleðilegt hvað salan gekk vel fyrir jólin og magnað að litla Ísland geti lagt svo mikið að mörkum fyrir börn í neyð,“ segir Esther Hallsdóttir, verkefnisstýra Sannra gjafa hjá UNICEF. Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta ári en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir af slíkum töflum út þangað sem þörfin og neyðin er mest. Fyrir þann fjölda vatnshreinsitafla má hreinsa rúmlega 30 milljónir lítra af vatni sem jafngildir vatnsmagninu sem þarf til að fylla Laugardalslaug rúmlega ellefu sinnum. Í gegnum sannar gjafir voru keyptir 105 þúsund skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænusótt og stífkrampa og 146 þúsund skammtar af jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Að mati UNICEF tryggðu Íslendingar 2.324 vannærðum börnum fullan bata með kaupum á jarðhnetumauki, miðað við að hvert barn þurfi þrjá poka af jarðhnetumauki. UNICEF segir í frétt að þetta sé aðeins brot af þeim neyðargögnum sem Íslendingar keyptu í gegnum Sannar gjafir á síðasta ári. Ótalin séu tæplega þrjú þúsund hlý teppi og rúmlega 1.600 sett af hlýjum vetrarfatnaði fyrir börn. „Ljóst er að sífellt fleiri horfa til þessara umhverfisvænu og umhyggjusömu tækifærisgjafa enda jókst salan um 20 prósent milli ára,“ segir í frétt UNICEF.Vefur Sannra gjafa Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent