Fyrstu léttbátarnir koma í land á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2020 15:28 Fyrstu léttbátarnir komu að landi upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan „Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02