Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2020 11:46 Húsið við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig. Önundur Hafsteinn Pálsson Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59