Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 08:48 Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. MAGNÚS EINAR Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira