„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 01:09 Frá Flateyri í kvöld. Mynd/Aðsend. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
„Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59