Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 06:00 Veðurviðvaranir á hádegi í dag. Veðurstofan Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Samgöngur Veður Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira