Fannst það óraunverulegt þegar henni var óskað til hamingju hjá lækninum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 23:15 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir tónskáld segist varla hafa verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlaunana fyrr í dag. Hún segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún sé meðvituð um þá miklu þýðingu sem velgengni hennar gæti haft fyrir aðrar konur í faginu og vonast til þess að þetta verði til að fjölga tækifærum fyrir þær.Sjá einnig: Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann JóhannssonÍ því samhengi lýsir Hildur því hvernig hún hafi fyrir tíu árum fundið fyrir ákveðinni tregðu innan Hollywood gagnvart því að treysta kvenkyns tónskáldum fyrir stórum verkefnum. Hún var stödd með eiginmanni sínum, bandaríska tónskáldinu Sam Slater, hjá lækni á dögunum þegar hjúkrunarfræðingur nálgaðist hana og óskaði henni til hamingju með Golden Globe-verðlaunin. „Fyrir stelpu frá litlum bæ á Íslandi, þá er það frekar óraunverulegt að vera sitjandi á læknastofu í Los Angeles og fá hamingjuóskir frá hjúkrunarfræðingnum.“ Hildur þakkaði fyrir alla ástina og heillaóskirnar sem hún hafi fengið síðastliðna viku á Twitter-síðu sinni í dag. THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020 Hún er sjöundi Íslendingurinn til þess að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en Jóhann Jóhannsson fékk til að mynda tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Rétt um vika er síðan Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og þykir hún einnig líkleg til þess að hljóta Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld segist varla hafa verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlaunana fyrr í dag. Hún segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún sé meðvituð um þá miklu þýðingu sem velgengni hennar gæti haft fyrir aðrar konur í faginu og vonast til þess að þetta verði til að fjölga tækifærum fyrir þær.Sjá einnig: Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann JóhannssonÍ því samhengi lýsir Hildur því hvernig hún hafi fyrir tíu árum fundið fyrir ákveðinni tregðu innan Hollywood gagnvart því að treysta kvenkyns tónskáldum fyrir stórum verkefnum. Hún var stödd með eiginmanni sínum, bandaríska tónskáldinu Sam Slater, hjá lækni á dögunum þegar hjúkrunarfræðingur nálgaðist hana og óskaði henni til hamingju með Golden Globe-verðlaunin. „Fyrir stelpu frá litlum bæ á Íslandi, þá er það frekar óraunverulegt að vera sitjandi á læknastofu í Los Angeles og fá hamingjuóskir frá hjúkrunarfræðingnum.“ Hildur þakkaði fyrir alla ástina og heillaóskirnar sem hún hafi fengið síðastliðna viku á Twitter-síðu sinni í dag. THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020 Hún er sjöundi Íslendingurinn til þess að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en Jóhann Jóhannsson fékk til að mynda tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Rétt um vika er síðan Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og þykir hún einnig líkleg til þess að hljóta Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30