Rýmdu hús á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 18:12 Rýmingin var framkvæmt í samræmi við rýmingaráætlun fyrir svæðið. Veðurstofan Iðnaðarhúsnæði á Ísafirði var rýmt um klukkan fjögur í dag vegna snjóflóðahættu. Húsnæðið var á reit níu sem var rýmdur í samræmi við rýmingaráætlun fyrir Ísafjörð. Engin íbúðarhús eru á reitnum, er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þar segir að búast megi við því að snjóflóð falli í því veðri sem nú er á svæðinu og geti þau orðið nokkuð stór. Talið er að snjóflóð hafi fallið ofan í lón Reiðhjallavirkjunar í Syðridal inn af Bolungarvík klukkan 12:32 í dag en Orkubú Vestfjarða tilkynnti að þá hafi hækkað í lóninu um fjörutíu sentímetra. Er það þekkt afleiðing snjóflóða úr hlíðinni ofan lónsins. Ekki er vitað um önnur snjóflóð á svæðinu síðasta sólarhringinn að sögn Veðurstofunnar en flestir vegir hafa verið lokaðir og lítið skyggni er til fjalla og því er ólíklegt að fréttist af flóðum. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar virkjaði í gær óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. „Fylgst er með snjóflóðaaðstæðum ofan við byggð, en búið er að verja þau svæði í þéttbýli á norðanverðum Vestfjörðum þar sem hætta myndi skapast fyrst við þessar aðstæður,“ segir að lokum í færslu Veðurstofunnar. Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Iðnaðarhúsnæði á Ísafirði var rýmt um klukkan fjögur í dag vegna snjóflóðahættu. Húsnæðið var á reit níu sem var rýmdur í samræmi við rýmingaráætlun fyrir Ísafjörð. Engin íbúðarhús eru á reitnum, er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þar segir að búast megi við því að snjóflóð falli í því veðri sem nú er á svæðinu og geti þau orðið nokkuð stór. Talið er að snjóflóð hafi fallið ofan í lón Reiðhjallavirkjunar í Syðridal inn af Bolungarvík klukkan 12:32 í dag en Orkubú Vestfjarða tilkynnti að þá hafi hækkað í lóninu um fjörutíu sentímetra. Er það þekkt afleiðing snjóflóða úr hlíðinni ofan lónsins. Ekki er vitað um önnur snjóflóð á svæðinu síðasta sólarhringinn að sögn Veðurstofunnar en flestir vegir hafa verið lokaðir og lítið skyggni er til fjalla og því er ólíklegt að fréttist af flóðum. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar virkjaði í gær óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. „Fylgst er með snjóflóðaaðstæðum ofan við byggð, en búið er að verja þau svæði í þéttbýli á norðanverðum Vestfjörðum þar sem hætta myndi skapast fyrst við þessar aðstæður,“ segir að lokum í færslu Veðurstofunnar.
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30