Sendu út viðvörun um kjarnorkuslys fyrir mistök Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 10:14 Skokkari við Ontario-vatn með Pickering-kjarnorkuverið í baksýn. Til stóð að taka verið úr notkun í ár en því hefur verið frestað til 2024. AP/Frank Gunn Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press Kanada Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira