15 ára stelpa í Þorlákshöfn seldi 20 myndir á klukkustund Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 19:15 Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndlist Ölfus Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Myndlist Ölfus Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira