Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2020 09:00 Demantshringurinn er svona. Mynd/Markaðsstofa Norðurlands Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00