Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 22:15 Háskólanemendur í Teheran minnast þeirra sem dóu. Margir þeirra voru einnig nemendur. AP/Ebrahim Noroozi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum varðandi flugvélina sem skotin var niður yfir Teheran í Íran á miðvikudaginn. 176 létu lífið og þar af voru 57 frá Kanada. Trudeau sagðist búast við fullri samvinnu Írana varðandi rannsókn á atvikinu og að Kanada fái að koma að þeirri rannsókn. Forsætisráðherrann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Íran, í dag og sagði Rouhani að um hræðileg mistök væri að ræða. Yfirvöld Íran viðurkenndu það í morgun að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir mistök, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni ítrekað staðhæft að engri eldflaug hafi verið skotið á loft. Flugvélin hafi brotlent eftir að eldur hafi kviknað um borð. Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. Eldflaugin sem talið er að hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður er hönnuð gegn hraðskreiðum orrustuþotum og til að senda fjölda sprengibrota í átt að skotmörkum sínum, ekki ólíkt haglabyssuskotum, svo erfitt sé að koma orrustuþotunum undan þeim. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti um málið í dag. Þar sagði hann að um mannleg mistök hafi verið að ræða en sökin væri í raun Bandaríkjanna. A sad day. Preliminary conclusions of internal investigation by Armed Forces: Human error at time of crisis caused by US adventurism led to disaster Our profound regrets, apologies and condolences to our people, to the families of all victims, and to other affected nations.— Javad Zarif (@JZarif) January 11, 2020 Var á hefðbundnum stað í hefðbundnu flugi Viðurkenning Írana á því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni hefur vakið upp spurningar um hvernig það hafi gerst. Nokkrar ástæður hafa verið gefnar fyrir voðaskotinu. Ein er að flugvélinni hafi verið flogið nærri „viðkvæmri“ herstöð Byltingarvarða Íran og að stefna hennar og flughæð hafi gerið í skyn að um flugvél óvina væri að ræða. Stefnu hennar hafi verið breytt snögglega. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum að herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu þeir von á hefndarárásum sem aldrei komu. Gögn um hina stuttu flugferð flugvélarinnar sýna þó að henni var flogið á hefðbundinni leið frá Imam Khomeini flugvellinum í Teheran, á vesturleið, eins og minnst níu öðrum flugvélum hafði verið flogið fyrr um morguninn, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Amir Ali Hajizadeh, íranskur hershöfðingi, viðurkenndi svo seinna meir í dag að stefnu flugvélarinnar hafi ekki verið breytt, eftir að Úkraínumenn mótmæltu þeirri staðhæfingu. Hann sagði hermenn ekki hafa getið haft samskipti við yfirmenn sína og að þeir hafi einungis haft tíu sekúndur til að taka ákvörðun um það hvort flugvélin væri á vegum óvina Íran. Sú ástæða er þó enn ekki í samræmi við það að minnst níu flugvélum hafði verið flogið sömu leið á undanförnum klukkustundum. Flugvélin var á vegum flugfélags frá Úkraínu og voru margir Úkraínumenn um borð. Úkraínskir rannsakendur, sem eru í Íran, hafa gagnrýnt yfirvöld landsins harðlega vegna viðbragða þeirra. Í fyrsta lagi snýr gagnrýnin að því að lofthelgi Íran hafi ekki verið lokað, þar sem forsvarsmenn ríkisins bjuggust við loftárásum og átökum. Gagnrýnin snýr einnig að því að Íranar hafi brotið allar samþykktar reglur varðandi rannsóknir flugslysa. Meðal annars hafi jarðýtur verið notaðar til að safna braki flugvélarinnar saman og þannig hafi sönnunargögn og vísbendingar glatast. Mótmæla yfirvöldum Íran Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Teheran í kvöld þar sem mótmælendur hafa kallað eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins. Að mestu var um háskólanema að ræða og voru mótmælin brotin upp af lögreglu. Ríkissjónvarp Íran sagði boðskap mótmælenda vera „skaðlegan“ og „róttækan“. BREAKING: Public mourning gatherings turn into protests in #Iran. Angry crowds chanting, "Death to the liars."#IranPlaneCrash#UkrainePlaneCrashpic.twitter.com/20jPNia6WJ— Farnaz Fassihi (@farnazfassihi) January 11, 2020 Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34 Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum varðandi flugvélina sem skotin var niður yfir Teheran í Íran á miðvikudaginn. 176 létu lífið og þar af voru 57 frá Kanada. Trudeau sagðist búast við fullri samvinnu Írana varðandi rannsókn á atvikinu og að Kanada fái að koma að þeirri rannsókn. Forsætisráðherrann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Íran, í dag og sagði Rouhani að um hræðileg mistök væri að ræða. Yfirvöld Íran viðurkenndu það í morgun að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir mistök, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni ítrekað staðhæft að engri eldflaug hafi verið skotið á loft. Flugvélin hafi brotlent eftir að eldur hafi kviknað um borð. Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. Eldflaugin sem talið er að hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður er hönnuð gegn hraðskreiðum orrustuþotum og til að senda fjölda sprengibrota í átt að skotmörkum sínum, ekki ólíkt haglabyssuskotum, svo erfitt sé að koma orrustuþotunum undan þeim. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tísti um málið í dag. Þar sagði hann að um mannleg mistök hafi verið að ræða en sökin væri í raun Bandaríkjanna. A sad day. Preliminary conclusions of internal investigation by Armed Forces: Human error at time of crisis caused by US adventurism led to disaster Our profound regrets, apologies and condolences to our people, to the families of all victims, and to other affected nations.— Javad Zarif (@JZarif) January 11, 2020 Var á hefðbundnum stað í hefðbundnu flugi Viðurkenning Írana á því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni hefur vakið upp spurningar um hvernig það hafi gerst. Nokkrar ástæður hafa verið gefnar fyrir voðaskotinu. Ein er að flugvélinni hafi verið flogið nærri „viðkvæmri“ herstöð Byltingarvarða Íran og að stefna hennar og flughæð hafi gerið í skyn að um flugvél óvina væri að ræða. Stefnu hennar hafi verið breytt snögglega. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum að herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu þeir von á hefndarárásum sem aldrei komu. Gögn um hina stuttu flugferð flugvélarinnar sýna þó að henni var flogið á hefðbundinni leið frá Imam Khomeini flugvellinum í Teheran, á vesturleið, eins og minnst níu öðrum flugvélum hafði verið flogið fyrr um morguninn, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Amir Ali Hajizadeh, íranskur hershöfðingi, viðurkenndi svo seinna meir í dag að stefnu flugvélarinnar hafi ekki verið breytt, eftir að Úkraínumenn mótmæltu þeirri staðhæfingu. Hann sagði hermenn ekki hafa getið haft samskipti við yfirmenn sína og að þeir hafi einungis haft tíu sekúndur til að taka ákvörðun um það hvort flugvélin væri á vegum óvina Íran. Sú ástæða er þó enn ekki í samræmi við það að minnst níu flugvélum hafði verið flogið sömu leið á undanförnum klukkustundum. Flugvélin var á vegum flugfélags frá Úkraínu og voru margir Úkraínumenn um borð. Úkraínskir rannsakendur, sem eru í Íran, hafa gagnrýnt yfirvöld landsins harðlega vegna viðbragða þeirra. Í fyrsta lagi snýr gagnrýnin að því að lofthelgi Íran hafi ekki verið lokað, þar sem forsvarsmenn ríkisins bjuggust við loftárásum og átökum. Gagnrýnin snýr einnig að því að Íranar hafi brotið allar samþykktar reglur varðandi rannsóknir flugslysa. Meðal annars hafi jarðýtur verið notaðar til að safna braki flugvélarinnar saman og þannig hafi sönnunargögn og vísbendingar glatast. Mótmæla yfirvöldum Íran Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Teheran í kvöld þar sem mótmælendur hafa kallað eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins. Að mestu var um háskólanema að ræða og voru mótmælin brotin upp af lögreglu. Ríkissjónvarp Íran sagði boðskap mótmælenda vera „skaðlegan“ og „róttækan“. BREAKING: Public mourning gatherings turn into protests in #Iran. Angry crowds chanting, "Death to the liars."#IranPlaneCrash#UkrainePlaneCrashpic.twitter.com/20jPNia6WJ— Farnaz Fassihi (@farnazfassihi) January 11, 2020
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34 Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum. 11. janúar 2020 07:34
Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. 10. janúar 2020 15:15
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54