Leeds tapaði 2-0 fyrir Sheffield Wednesday á heimavelli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag.
Bæði mörk Miðvikudagsmanna komu á síðustu fimm mínútum leiksins. Jacob Murphy skoraði á 87. mínútu og Atdhe Nuhiu í uppbótartíma.
Leeds er í öðru sæti deildarinnar með 52 stig, stigi á eftir WBA sem er á toppnum, en WBA gerði 2-2 jafntefli við Charlton í dag.
FULL TIME: #LUFC fall to a 2-0 defeat at Elland Road, after goals from Jacob Murphy and Aidhe Nuhiu
— Leeds United (@LUFC) January 11, 2020
Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður er Milwall gerði markalaust jafntefli við Stoke á útivelli.
Millwall er í sjöunda sætinu með 41 stig.
Úrslit dagsins í ensku B-deildinni:
Brentford - QPR 3-1
Barnsley - Huddersfield 2-1
Blackburn - Preston 1-1
Charlton - WBA 2-2
Hull - Fulham 0-1
Leeds - Sheffield Wednesday 0-2
Luton - Birmingham 1-2
Middlesbrough - Derby 2-2
Reading - Nottingham Forest 1-1
Stoke - Millwall 0-0
Wigan - Bristol 0-2