Morðhótanir eftir brandara um andlát Kobe Bryant Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 21:21 Ari Shaffir. Vísir/Getty Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter. Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter.
Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30