Lífið

Bjuggu til sér­stakan Zumba­dans við lag Daða Freys í Söngva­keppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörkudansspor við lag Daða Freys.
Hörkudansspor við lag Daða Freys.

„Það er margt að gerast í janúar, fólk að setja sér markmið fyrir árið, jólin klárast og frekar erfiður tími fyrir okkur Íslendinga að komast í gegnum fyrstu mánuði ársins. Ljósið í myrkrinu er að sjálfsögðu að Eurovision vertíðin hefst eins og allir Eurovision aðdáendur vita,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES og Zumbakennari í Reebok fitness. Hann kemur fram í myndbandi sem má sjá á YouTube þar sem sjá má Zumbakennara dansa við lag Daða Freys í Söngvakeppninni.

„Hvað er betra en að blanda líkamsrækt og gleðijúrósprengju frá honum Daða Frey?,“ segir Flosi en Zumbakennarar Reebok hittast reglulega og semja rútínur fyrir sína meðlimi eða bara gera sér glaðan dag og fíflast saman. Þau Caryna Gladys Bolívar Serge (lengst til vinstri), Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir(önnur frá vinstri), Helga Ólafsdóttir(miðjunni), Sigríður Elísabet Árnadóttir(önnur frá hægri) og Flosi Jón Ófeigsson(lengst til hægri) voru ekki lengi að skella í eina rútínu sem myndi henta Gagnamagninu.

„Hver veit nema að einhver af þessum sporum sjáist á stóra sviðinu. Það er fastur liður að hafa risa Eurovision Zumba tíma á úrslitadegi Söngvakeppninnar. Það verður enginn breyting þar á þann 29. febrúar og ætti enginn að missa af því.“

Hér að neðan má sjá dansinn sjálfan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.