Mikil umræða á sér stað þessa dagana í Englandi um þá ákvörðun Jürgen Klopp að „gefa skít“ í endurtekinn leik á móti Shrewsbury Town í ensku bikarkeppninni og mæta hvorki sjálfur né með aðalliðsleikmenn félagsins.
Enska bikarkeppnin er elsta keppni heims og Englendingar eru mjög stoltur af henni. Margir hafa því gagnrýnt Klopp fyrir að sýna henni vanvirðingu með ákvörðun sem þessari.
Einn af leikmönnunum sem um ræðir, miðjumaðurinn Gini Wijnaldum, er gagnrýnir ekki þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns þótt að hann gæti verið með henni að fórna möguleika Liverpool á að vinna titil.
„Ég hef spilað í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá vetrarfrí en áður en ég kom til Englands þá spilaði ég í deildum með vetrarfrí. Þá kynntist ég hversu gott það er fyrir leikmann að fá smá hvíld,“ sagði Gini Wijnaldum í viðtali við Sky Sports eins og sjá má hér fyrir neðan.
"You want to be involved in every game but you also have to deal with your body"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 28, 2020
Gini Wijnaldum has backed Jurgen Klopp's decision to rest the first-team squad in their #FACup replay v Shrewsbury - with the winner facing Chelsea
More: https://t.co/ZmnL2eAVwppic.twitter.com/HWEJ5D0fby
„Eftir svona frí þá færðu kraft til að halda áfram og klára tímabilið. Líkaminn fær tækifæri til að hvíla sig og það er gott,“ sagði Gini Wijnaldum.
„Sem leikmaður þá viltu spila alla leiki en við þurfum líka að hugsa um líkamann okkar. Stundum eru skilaboðin frá honum að það sé ekki rétt að spila. Maður verður að meta stöðuna hverju sinni en ef stjórinn segir að aðeins ungu strákarnir eigi að spila þennan leik þá eigum við bara sætta við okkur við það,“ sagði Gini Wijnaldum.
Jürgen Klopp og leikmanns hans fara allir í frí eftir leik liðsins á móti Southampton 1. febrúar og verða því ekki til staðar þegar Liverpool tekur á móti Shrewsbury Town á Anfield 4. febrúar. Næsti deildarleikur Liverpool eftir vetrarfrí er síðan á móti Norwich City 15. febrúar.