Lífið

Mosfellingar í miklu stuði á þorrablóti Aftureldingar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greinilega mikil stemning í Mosó á laugardagskvöldið.
Greinilega mikil stemning í Mosó á laugardagskvöldið.

Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í íþróttamiðstöðinni að Varmó í Mosfellsbæ.

Meðal þeirra sem komu fram voru Herra Hnetusmjör, Stefán Hilmarsson Matti Matt og Erna Hrönn Ólafsdóttir.

Mikil gleði var á staðnum og tók ljósmyndari Mosfellings, Raggi Óla, á móti prúðbúnum gestum við myndavegginn.

Fjölmörg þekkt andlit létu sjá sig og má þar nefna Þorstein Hallgrímsson, Bjarki Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sigmar Vilhjálmsson, Kristín Ruth Jónsdóttir, Jón Júlíus Karlsson, Einar Ingi Hrafnsson, Þórey Rósa Stefánsdóttir og margir fleiri.

Hér að neðan má sjá myndir frá Þorrablóti Aftureldingar.

Örnólfur Örnólfsson, Eva Hrönn Guðnadóttir og Ágúst Bernhardsson Linn voru í góðum gír.Mosfellingur
Meðal gesta voru Mosfellingar sem eru fluttir heim til Íslands eftir langa dvöl erlendis.Mosfellingur
Högni Snær Hauksson, Raggi Óla, Anna Ólöf, Helga Sævarsdóttir, Ásgeir Sveinsson, Jón Smári Pètursson, Ása Dagný Gunnarsdóttir, Sunna Simonardottir, Ólafur Auðunsson, Vilborg Jónsdóttir og Ólafur Kristinn Guðmundsson.Mosfellingur








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.