„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 23:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur setið á fundum í allan dag vegna þróunarinnar á Reykjanesi. HÍ/Vísir/Vilhelm „Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um landrisið sem hefur mælst við Þorbjörn í Grindavík. Hann segir þetta vera eitt af þeim merkjum sem vísindamenn hafi beðið eftir lengi en ekki fundið fyrr en nú í vikunni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Kemur Þorbirni lítið við Páll segir landrisið nú í raun koma fjallinu Þorbirni lítið við. „Þorbjörn er fjall sem varð til á ísöldinni við gos undir jökli. Eitt af óskaplega mörgum slíkum á Reykjanesskaga. Þetta er gosbelti. Það sem er að gerast þarna er á flekaskilunum og þarna eru alls konar gosmyndanir. Þorbjörn er bara ein af þeim.“ Hann segir eldvirknina á Reykjanesskaga vera svolítið sérkennilega að því leyti að hún virðist ganga yfir í lotum. „Það standa lotur í nokkur hundruð ár, kannski tvö til þrjú hundruð ár. Svo koma aldir þar sem er ekki nein gosvirkni í gangi. Ein svona lota gekk yfir rétt í kringum landnám og henni lauk 1240 þegar varð síðasta gosið á landi á Reykjanesskaga. Það var í þessu eldstöðvakerfi sem nú lætur á sér kræla. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Það voru tíð gos þarna á að minnsta kosti 300 ára bili á Reykjanesskaganum, þar á meðal Eldvörpin og Arnarseturshraun sem urðu til í þessari goshrinu, en Grindavíkurvegurinn liggur einmitt yfir það hraun. Þetta eru síðustu gos á skaganum. Þau eru á þessum slóðum. Síðan tekur við skeið þar sem virknin á þessum flekaskilum eru í formi jarðskjálfta. Flekaskilin liggja akkúrat um þetta svæði, um Svartsengi og út á Reykjanestá og þessi risstaður er akkurat á þessum flekaskilum. Það kemur því í raun ekkert á óvart að fréttir berist um kvikusöfnun,“ segir Páll. Ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir Páll sótti fundi í dag vegna fréttanna og segir hann að Grindvíkingar verði að taka þessum fréttum alvarlega. „Þeir búa nálægt flekaskilum og eru á eldvirku svæði. Þeir þurfa því að búa sig undir að það geti orðið gos í nágrenni við þá. Í sjálfu sér er ekki víst að þetta sé nákvæmlega það sem leið til goss að þessu sinni. Þetta er ágætis tilefni fyrir fólk til að endurskoða hvað það ætli til bragðs að taka ef svo skyldi fara. Að fara yfir þær áætlanir sem eru til.“ Vísir/Vilhelm Ekkert sérlega hættuleg Páll segir gos á Reykjanesskaga ekki vera neitt sérlega hættuleg. „Það er rétt að láta það fylgja með. Þetta eru hraungos, sprungugos. Hraungos eru með meinlausustu eldgosum, ef maður er með eldgos á annað borð. Það var síðast í Holuhrauni sem við vorum eð hraungos á landi. Það var þó mun stærra í sniðum en önnur hraungos sem við þekkjum og í raun ekki rétt að bera það saman. Við eigum ekkert von á slíku gosi á Reykjanesskaga. Það sem gerði Holuhraun hættulegt var hvað það var stórt, mikið rúmmál, og fylgdi því mikið gas.“ Myndi valda tjóni Páll segir að hraungos á Reykjanesi myndi valda tjóni. „Það munu fara í sundur raflínur. Það munu fara í sundur vegir. Heita vatnið og kalda vatnið... Það yrðu vandamálin sem þyrfti að fást við. En það er ekki búist við manntjóni eða einhver slasist, nema þá fyrir einhverja einskæra óheppni. Það yrði eflaust ráðrúm til að koma fólki undan.“ Hann segir að þau gos sem hafi orðið á síðustu áratugum og líkjast gosum á Reykjanesi mest eru gosin á Kröflusvæðinu sem urðu á áttunda og níunda áratugnum. „Gos í minni kantinum og hraungos. Það er engin ástæða að vera með eitthvað panikkástand eða neitt þess háttar, en ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir um hvernig menn ætli að bregðast við.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um landrisið sem hefur mælst við Þorbjörn í Grindavík. Hann segir þetta vera eitt af þeim merkjum sem vísindamenn hafi beðið eftir lengi en ekki fundið fyrr en nú í vikunni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Kemur Þorbirni lítið við Páll segir landrisið nú í raun koma fjallinu Þorbirni lítið við. „Þorbjörn er fjall sem varð til á ísöldinni við gos undir jökli. Eitt af óskaplega mörgum slíkum á Reykjanesskaga. Þetta er gosbelti. Það sem er að gerast þarna er á flekaskilunum og þarna eru alls konar gosmyndanir. Þorbjörn er bara ein af þeim.“ Hann segir eldvirknina á Reykjanesskaga vera svolítið sérkennilega að því leyti að hún virðist ganga yfir í lotum. „Það standa lotur í nokkur hundruð ár, kannski tvö til þrjú hundruð ár. Svo koma aldir þar sem er ekki nein gosvirkni í gangi. Ein svona lota gekk yfir rétt í kringum landnám og henni lauk 1240 þegar varð síðasta gosið á landi á Reykjanesskaga. Það var í þessu eldstöðvakerfi sem nú lætur á sér kræla. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Það voru tíð gos þarna á að minnsta kosti 300 ára bili á Reykjanesskaganum, þar á meðal Eldvörpin og Arnarseturshraun sem urðu til í þessari goshrinu, en Grindavíkurvegurinn liggur einmitt yfir það hraun. Þetta eru síðustu gos á skaganum. Þau eru á þessum slóðum. Síðan tekur við skeið þar sem virknin á þessum flekaskilum eru í formi jarðskjálfta. Flekaskilin liggja akkúrat um þetta svæði, um Svartsengi og út á Reykjanestá og þessi risstaður er akkurat á þessum flekaskilum. Það kemur því í raun ekkert á óvart að fréttir berist um kvikusöfnun,“ segir Páll. Ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir Páll sótti fundi í dag vegna fréttanna og segir hann að Grindvíkingar verði að taka þessum fréttum alvarlega. „Þeir búa nálægt flekaskilum og eru á eldvirku svæði. Þeir þurfa því að búa sig undir að það geti orðið gos í nágrenni við þá. Í sjálfu sér er ekki víst að þetta sé nákvæmlega það sem leið til goss að þessu sinni. Þetta er ágætis tilefni fyrir fólk til að endurskoða hvað það ætli til bragðs að taka ef svo skyldi fara. Að fara yfir þær áætlanir sem eru til.“ Vísir/Vilhelm Ekkert sérlega hættuleg Páll segir gos á Reykjanesskaga ekki vera neitt sérlega hættuleg. „Það er rétt að láta það fylgja með. Þetta eru hraungos, sprungugos. Hraungos eru með meinlausustu eldgosum, ef maður er með eldgos á annað borð. Það var síðast í Holuhrauni sem við vorum eð hraungos á landi. Það var þó mun stærra í sniðum en önnur hraungos sem við þekkjum og í raun ekki rétt að bera það saman. Við eigum ekkert von á slíku gosi á Reykjanesskaga. Það sem gerði Holuhraun hættulegt var hvað það var stórt, mikið rúmmál, og fylgdi því mikið gas.“ Myndi valda tjóni Páll segir að hraungos á Reykjanesi myndi valda tjóni. „Það munu fara í sundur raflínur. Það munu fara í sundur vegir. Heita vatnið og kalda vatnið... Það yrðu vandamálin sem þyrfti að fást við. En það er ekki búist við manntjóni eða einhver slasist, nema þá fyrir einhverja einskæra óheppni. Það yrði eflaust ráðrúm til að koma fólki undan.“ Hann segir að þau gos sem hafi orðið á síðustu áratugum og líkjast gosum á Reykjanesi mest eru gosin á Kröflusvæðinu sem urðu á áttunda og níunda áratugnum. „Gos í minni kantinum og hraungos. Það er engin ástæða að vera með eitthvað panikkástand eða neitt þess háttar, en ágætis tilefni til að fara yfir áætlanir um hvernig menn ætli að bregðast við.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18