Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:28 Gústaf Adolf Hjaltason hefur komið að skipulagningu Reykjavíkurleikanna frá upphafi. Vísir/Sigurjón Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana
Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira