Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Stefán Hjörleifsson,forsvarsmaður Storytel og Sigursteinn Másson. Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar. Fjölmiðlar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar.
Fjölmiðlar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira