Vísa liðþjálfa sem fór í kynleiðréttingu úr her Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 10:32 Liðþjálfinn Byun Hee-soo ræddi nýverið við blaðamenn í Suður-Kóreu og lýsti yfir vilja sínum til að vera áfram í hernum. AP/Ahn Young-joon Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum. Suður-Kórea Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum.
Suður-Kórea Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira