Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:00 Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun