Olivier Giroud fer ekki frá Chelsea og klárar tímabilið með liðinu.
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.
Hann sagði Chelsea hefði ekki fundið leikmann í staðinn fyrir Giroud og því hafi Frakkanum ekki verið leyft að fara.
BREAKING: Olivier Giroud will not be leaving Chelsea on #DeadlineDay as the Blues have failed to find a replacement, Frank Lampard confirms
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 31, 2020
Giroud hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea undanfarna mánuði. Franski heimsmeistarinn hefur fá tækifæri fengið með Chelsea í vetur.
Á blaðamannafundinum sagði Lampard einnig að engra frétta væri að vænta af félagaskiptum hjá Chelsea.