Litla föndurhornið: 100 prósent endurnýting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 17:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30
Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00