„Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 10:34 Lukashenko þvertekur fyrir að halda nýjar kosningar. AP/Nikolai Petrov/BelTA Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira