Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 22:45 Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Vísir/getty 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“ Perú Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“
Perú Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira