Þingkosningar fara fram á Írlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 09:48 Írar kjósa í dag til neðri deildar írska þingsins. Myndin er frá kjörstöðum í Írlandi þegar kosið var til Evrópuþings. EPA/STRINGER Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi. Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi.
Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15