Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“ Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“
Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent