Hræðsluáróður eða blákalt raunsæi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun