Stjórnvöld vilja bregðast við vaxandi atvinnuleysi með framkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 19:30 Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira