Hollendingarnir Sjuul Cluitmans og Jeroen Atteveld hafa hannað fjölda íbúða í blokk í gömlu iðnaðarhverfi, Buikslotherham, í Amsterdam.
Á YouTube-síðunni Never Too Small er fjallað sérstaklega um eina 45 fermetra íbúð sem þeir hönnuðu í samstarfi við eiganda eignarinnar.
Lofthæðin í íbúðinni er 3,5 metrar og því var hægt að nýta lofthæðina til hins ítrasta. Svefnherbergið er í raun hannað og komið fyrir í 2,5 metra hæð.
Baðherbergið og þvottahúsið er falið inni í eldhúsinnréttingunni. Hér að neðan má sjá umfjöllunina um íbúðina.