Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 22:51 Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. vísir/vilhelm Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu.
Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira