Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 09:30 Losun frá orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu hefur meira en tvöfaldast á þrjátíu árum. Vísir/Vilhelm Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp. Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp.
Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira