Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 10:37 Marta Guðjónsdóttir, Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru. Reykjavík Sorpa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira