Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 17:05 Ólympíuleikarnir 2020 verða haldnir í Tókýó, höfuðborg Japans. Þegar þetta er skrifað eru 17 staðfest tilfelli um Wuhan-veiruna í landinu. Vísir/AP Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. Minna en sex mánuðir eru í að leikarnir eigi að fara fram. Í heildina hafa verið staðfest 12 þúsund tilfelli af veirunni, og þar af 17 í Japan. Alls hafa 259 látist af völdum veirunnar, en enginn utan Kína. Orðrómar um að leikunum kynni að vera aflýst hlutu byr undir báða vængi eftir að þýski fjölmiðillinn Deutsche Presse-Agentur birti umfjöllun um viðræður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hvers niðurstaða hafi verið að útbreiðsla veirunnar „gæti haft alvarleg áhrif á leikana.“ Japanska fréttaveitan Buzztap! fjallaði í kjölfarið um málið, en það varð til þess að meira en 50 þúsund tíst undir myllumerkinu „Ólympíuleikunum í Tókýó aflýst“ birtust á Twitter. Nú hafa skipuleggjendur leikanna hins vegar gefið út að það sé ekki í umræðunni að aflýsa leikunum að svo stöddu. „Við munum vinna náið með IOC og öðrum aðilum málsins til þess að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir þegar þörf krefur.“ Japan Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Sjá meira
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. Minna en sex mánuðir eru í að leikarnir eigi að fara fram. Í heildina hafa verið staðfest 12 þúsund tilfelli af veirunni, og þar af 17 í Japan. Alls hafa 259 látist af völdum veirunnar, en enginn utan Kína. Orðrómar um að leikunum kynni að vera aflýst hlutu byr undir báða vængi eftir að þýski fjölmiðillinn Deutsche Presse-Agentur birti umfjöllun um viðræður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hvers niðurstaða hafi verið að útbreiðsla veirunnar „gæti haft alvarleg áhrif á leikana.“ Japanska fréttaveitan Buzztap! fjallaði í kjölfarið um málið, en það varð til þess að meira en 50 þúsund tíst undir myllumerkinu „Ólympíuleikunum í Tókýó aflýst“ birtust á Twitter. Nú hafa skipuleggjendur leikanna hins vegar gefið út að það sé ekki í umræðunni að aflýsa leikunum að svo stöddu. „Við munum vinna náið með IOC og öðrum aðilum málsins til þess að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir þegar þörf krefur.“
Japan Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Sjá meira
Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39