Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2020 16:30 Erling Braut Håland og Jadon Sancho fóru mikinn að venju í liði Dortmund í dag. Vísir/Getty Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen
Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira