Vonast til að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta óprúttna strætófarþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“ Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58
Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34