Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu. Tvisvar á síðastliðnum sólarhring hefur Ástralinn vakið athygli á lagi Gagnamagnsins á Twitter-síðu sinni.
— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020
Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi en alls verða fimm lög flutt í Laugardalshöllinni.
Lag Daða Freyr og Gagnamagnsins ber heitið Think About Things.
Daði Freyr virðist vera nokkuð hissa á atburðinum eins og sjá má í hans eigin tísti.
Var Russell Crowe að deila myndbandinu? https://t.co/QJ9NVMtpaE
— Daði úr Söngvakeppninni (@dadimakesmusic) February 19, 2020
Virtasta Eurovision-bloggsíðan WIWI-bloggs greinir frá því að lag Daða Freys sé sannarlega að fara áfram í stóru keppnina þar sem lagið hafi sprungið út á vefnum.
Þetta er í annað sinn á síðastliðnum sólahring sem Russell Crowe vekur athygli á lagi Daða Freys en hann áframtísti þessu tísti.
Ich: Dieser langweilige, witzlose Eurovision Song Contest interessiert mich nicht.
— Johnny Haeusler (@spreeblick) February 18, 2020
Island: You sure? https://t.co/zhDjpFgPJ6