Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Tryggvi Másson skrifar 19. febrúar 2020 09:00 Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Nýsköpun Rómur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun