Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2020 22:15 Fulltrúar bandarískra olíufélaga ræddu við Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas. Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti fyrsta útboðinu af stokkunum í Texas á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kim Kielsen valdi Houston í Texas til að vekja athygli bandarískra olíuforstjóra á nýjum olíuútboðum Grænlendinga með sérstakri kynningu grænlenskra stjórnvalda í borginni sem kölluð hefur verið olíuhöfuðborg heimsins. Samsvarandi kynning var jafnframt haldin í London. Kim Kielsen í Texas að kynna olíuleitarútboð Grænlands.Mynd/Naalakkersuisut. Fyrsta útboðssvæðið núna í febrúar er Nuussuaq norðan Diskó-flóa. Í september verða boðin út svæði á Davíðssundi og Baffinsflóa. Sumarið 2021 verður svæði á Norðaustur-Grænlandi boðið út og í janúar 2022 kemur röðin að Miðaustur-Grænlandi. Kim Kielsen segir í yfirlýsingu vegna útboðanna að mikilvægt sé að styrkja tekjustofna Grænlands svo unnt sé að styrkja lífsskilyrði í landinu. Á sama tíma sé spáð aukinni olíu og gasvinnslu í heiminum á næstu árum. Grænlendingar hafi sama rétt og aðrir til að vinna og flytja út olíu og gas. Nýting á olíu og gasi geti stuðlað að auknum viðskiptum og tekjum landsins. Frá kynningu grænlenskra stjórnvalda í Texas.Mynd/Naalakkersuisut. Kim tekur fram að með byggingu vatnsaflsvirkjana og fleiri endurnýjanlegra orkugjafa styðji Grænland alþjóðleg loftlagsmarkmið. Olíuleitin muni fara fram í samræmi við ströngustu alþjóðlegu staðla á svæðinu. Danska ríkisútvarpið DR kallar olíuleitaráætlun Grænlendinga sókndjarfa. Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiaq bendir á að með því að stefna á olíuboranir á landi sé ætlunin að laða að minni olíufélög. Þá segir KNR málið umdeilt í Danmörku. Einn af stuðningsflokkum dönsku stjórnarinnar, rauðgræni flokkurinn Enhedslisten, hafi gagnrýnt útboðið, sem og Greenpeace á Norðurlöndunum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16. nóvember 2019 08:00 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti fyrsta útboðinu af stokkunum í Texas á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kim Kielsen valdi Houston í Texas til að vekja athygli bandarískra olíuforstjóra á nýjum olíuútboðum Grænlendinga með sérstakri kynningu grænlenskra stjórnvalda í borginni sem kölluð hefur verið olíuhöfuðborg heimsins. Samsvarandi kynning var jafnframt haldin í London. Kim Kielsen í Texas að kynna olíuleitarútboð Grænlands.Mynd/Naalakkersuisut. Fyrsta útboðssvæðið núna í febrúar er Nuussuaq norðan Diskó-flóa. Í september verða boðin út svæði á Davíðssundi og Baffinsflóa. Sumarið 2021 verður svæði á Norðaustur-Grænlandi boðið út og í janúar 2022 kemur röðin að Miðaustur-Grænlandi. Kim Kielsen segir í yfirlýsingu vegna útboðanna að mikilvægt sé að styrkja tekjustofna Grænlands svo unnt sé að styrkja lífsskilyrði í landinu. Á sama tíma sé spáð aukinni olíu og gasvinnslu í heiminum á næstu árum. Grænlendingar hafi sama rétt og aðrir til að vinna og flytja út olíu og gas. Nýting á olíu og gasi geti stuðlað að auknum viðskiptum og tekjum landsins. Frá kynningu grænlenskra stjórnvalda í Texas.Mynd/Naalakkersuisut. Kim tekur fram að með byggingu vatnsaflsvirkjana og fleiri endurnýjanlegra orkugjafa styðji Grænland alþjóðleg loftlagsmarkmið. Olíuleitin muni fara fram í samræmi við ströngustu alþjóðlegu staðla á svæðinu. Danska ríkisútvarpið DR kallar olíuleitaráætlun Grænlendinga sókndjarfa. Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiaq bendir á að með því að stefna á olíuboranir á landi sé ætlunin að laða að minni olíufélög. Þá segir KNR málið umdeilt í Danmörku. Einn af stuðningsflokkum dönsku stjórnarinnar, rauðgræni flokkurinn Enhedslisten, hafi gagnrýnt útboðið, sem og Greenpeace á Norðurlöndunum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16. nóvember 2019 08:00 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15
Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16. nóvember 2019 08:00
Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10