Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 18:09 Það er mat dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Ása Ólafsdóttir sé hæfust umsækjenda. Vísir/Einar Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson. Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37