Er ekki í vafa um að Trent Alexander-Arnold geti unnið Gullhnöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 12:00 Trent Alexander-Arnold er kominn með tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Marc Atkins Brasilíska knattspyrnugoðsögnin er mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool og er tilbúinn að ganga svo langt að spá því að enski landsliðsbakvörðurinn verði einhvern tímann kosinn besti knattspyrnumaður heims. Trent Alexander-Arnold hefur verið frábær í sigurgöngu Liverpool liðsins og stoðsendingin hans í undanúrslitaleiknum á móti Barcelona gleymist seint. Alexander-Arnold raðar inn stoðsendingunum úr bakvarðarstöðunni og hefur allt til alls til að komast í hóp þeirra allra bestu að mati Cafu. Cafu segist sjá svolítið að sjálfum sér í Alexander-Arnold. „Ég held að Alexander-Arnold sé einn af bestu leikmönnum heims. Það er enginn vafi hjá mér um það. Hann hefur svo mikla hæfileika. Ég sé mikið af sjálfum mér í honum. Ég er tilbúinn að segja að hann hafi svolítið af brasilískri eðlishvöt út frá því hvernig hann spilar,“ sagði Cafu við Daily Mirror. 'No doubt about it' Brazil legend Cafu backs Liverpool star Trent Alexander-Arnold to win Ballon d'Or https://t.co/R9rgvb9TcM— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2020 Cafu er sjálfur í hópi bestu bakvarða sem hafa spilað þennan leik. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Brasilíumönnum, lék alls þrjá úrslitaleiki á HM og lyfti heimsbikarnum sem fyrir liði Brasilíumanna á HM 2002. Cafu vann líka ítölsku deildina með bæði Roma og AC Milan og Meistaradeild Evrópu með AC Milan. „Mitt ráð til hans er einfalt: Haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera undanfarin ár,“ sagði Cafui og bætti við: „Alexander-Arnold ætti ekki að breyta sínum leikstíl. Þótt að hann geri mistök þá á hann að halda áfram á sömu braut,“ sagði Cafu. „Ég held að hann hafi það sem þarf til að vinna Gullhnöttinn. Við þurfum líka að breyta þessu hugarfari að aðeins sóknarmenn eða framherjar geti unnið Gullhnöttinn,“ sagði Cafu. Liverpool stuðningsmenn verða þó að taka þessu með vissum fyrirvara. Það er ekki lengra síðan en árin 2014 og 2015 sem Cafu lýsti yfir aðdáun sinni á Liverpool leikmanninum Jon Flanagan. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin er mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool og er tilbúinn að ganga svo langt að spá því að enski landsliðsbakvörðurinn verði einhvern tímann kosinn besti knattspyrnumaður heims. Trent Alexander-Arnold hefur verið frábær í sigurgöngu Liverpool liðsins og stoðsendingin hans í undanúrslitaleiknum á móti Barcelona gleymist seint. Alexander-Arnold raðar inn stoðsendingunum úr bakvarðarstöðunni og hefur allt til alls til að komast í hóp þeirra allra bestu að mati Cafu. Cafu segist sjá svolítið að sjálfum sér í Alexander-Arnold. „Ég held að Alexander-Arnold sé einn af bestu leikmönnum heims. Það er enginn vafi hjá mér um það. Hann hefur svo mikla hæfileika. Ég sé mikið af sjálfum mér í honum. Ég er tilbúinn að segja að hann hafi svolítið af brasilískri eðlishvöt út frá því hvernig hann spilar,“ sagði Cafu við Daily Mirror. 'No doubt about it' Brazil legend Cafu backs Liverpool star Trent Alexander-Arnold to win Ballon d'Or https://t.co/R9rgvb9TcM— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2020 Cafu er sjálfur í hópi bestu bakvarða sem hafa spilað þennan leik. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Brasilíumönnum, lék alls þrjá úrslitaleiki á HM og lyfti heimsbikarnum sem fyrir liði Brasilíumanna á HM 2002. Cafu vann líka ítölsku deildina með bæði Roma og AC Milan og Meistaradeild Evrópu með AC Milan. „Mitt ráð til hans er einfalt: Haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera undanfarin ár,“ sagði Cafui og bætti við: „Alexander-Arnold ætti ekki að breyta sínum leikstíl. Þótt að hann geri mistök þá á hann að halda áfram á sömu braut,“ sagði Cafu. „Ég held að hann hafi það sem þarf til að vinna Gullhnöttinn. Við þurfum líka að breyta þessu hugarfari að aðeins sóknarmenn eða framherjar geti unnið Gullhnöttinn,“ sagði Cafu. Liverpool stuðningsmenn verða þó að taka þessu með vissum fyrirvara. Það er ekki lengra síðan en árin 2014 og 2015 sem Cafu lýsti yfir aðdáun sinni á Liverpool leikmanninum Jon Flanagan.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira