Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 11:07 Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. RARIK Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til. Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til.
Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12