Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. febrúar 2020 21:30 Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsinu sem sést hér til hægri á mynd. Baldur/Jóhann Issi Hallgrímsson Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08