Håland: Peningarnir voru ekki ástæðan fyrir því að ég vildi ekki fara til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:30 Erling Braut Håland er frábær leikmaður og er enn aðeins nítján ára gamall. Getty/Mario Hommes Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira