Skásta veðrið í Vesturbænum og Hlíðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 19:44 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04