Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:02 Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturland Veðurstofan Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira