Lífið

Hlustaðu á lagið sem nú þegar er spáð sigri í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diodato fer mikinn í myndbandinu og laginu.
Diodato fer mikinn í myndbandinu og laginu.

Veðbankar hafa oft og tíðum rétt fyrir sér þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara í Eurovision.

Keppnin fer fram dagana 12. , 14. og 16. Maí í Rotterdam í Hollandi. Fyrir rúmlega viku tilkynntu Ítalir um framlag sitt í keppnina og senda þeir söngvarann Diodato með lagið Fai Rumore í keppnina.

Ítalir höfnuðu í öðru sæti í Eurovision á síðasta ári þegar Mahmood flutti lagið Soldi og hefur það lag rækilega slegið í gegn síðan þá.

Veðbankar telja 9% líkur á því að Ítalir vinni keppnina í ár, þrátt fyrir að fjölmargar þjóðir eigi enn eftir að velja fulltrúa sinn fyrir keppnina í maí.

Hér að neðan má hlusta á hið sigurstranglega framlag Ítala í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.