Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:20 Eins og staðan er nú tekur viðvörunin gildi klukkan 3 aðfararnótt föstudagsins og gildir til klukkan 21. Veðurstofan Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54